Plöntur
Yndisgróður vinnur að því að rannsaka og kynna hagnýtar plöntutegundir fyrir íslenskar aðstæður. Sérstaklega er bent á yrki og kvæmi innan tegunda, því að mikill munur getur verið á þeim innan tegunda bæði hvað varðar harðgeri og útlit.
Þær tegundir, yrki og kvæmi plantna sem birtar eru á heimasíðunni undir plöntuleit eru af meðmælalista Yndisgróðurs. Til þess að plöntur uppfylli þær kröfur að komast á meðmælalistann þurfa þær að vera harðgerar, nytsamar og verðmætar tegundir sem góð reynsla er af í ræktun hér á landi.
Í plöntuleit er hægt að leita að plöntum af meðmælalista Yndisgróðurs eftir ýmsum leiðum og fá gagnlegar upplýsingar um t.d. útlit, þol og kröfur plöntunnar, einnig hvar og hvernig er best að nota hana. ATH! Sumar tegundir, yrki eða kvæmi á lista Yndisgróðurs eru ekki í almennri framleiðslu og getur því framboð á þeim verið mjög takmarkað. Í sumum tilfellum fást þær einungis á einni eða fáum gróðrastöðvum og/eða eru framleiddar í mjög litlu upplagi. Búast má við að með veru sinni á lista Yndisgróðurs komist þessar plöntur í almennari ræktun.
Plöntuleit – Plöntuleit Yndisgróðurs skiptist í fjögur leitarskilyrði. Efst til vinstri í plöntuleitarglugganum er hægt að velja um leitarskilyrðin fjögur: Leit eftir nafni/útliti (íslenskt eða latneskt nafn og yrkisheiti), þoli/kröfum um harðgerði, notkun og haust-/vetrarútliti. Þegar leitarskilyrði hafa verið sett og leit af plöntu hafin birtist listi yfir þær plöntur sem uppfylla leitarskilyrðin sem sett voru. Þar er hægt að velja frekari upplýsingar um hverja plöntu og fá upp myndir.
Skilgreiningar – Hér má finna skilgreiningar á hinum ýmsu flokkum og hugtökum sem notuð eru í plöntuleit Yndisgróðurs, t.d. hæðarflokkum, notkunarflokkum o.fl.
Harðgerði og vaxtarsvæði – Hér er að finna svæðakort þar sem Íslandi er skipt í fjögur mismunandi svæði eftir veðurfarðsskilyrðum m.t.t. ræktunar.