Um Yndisgarða
Verkefnið Yndisgróður vinnur að uppbyggingu klónasafna og sýningareita á nokkrum stöðum á landinu. Þessa reiti höfum við kosið að kalla yndisgarða og er þeim ætlað þríþætt hlutverk. Í fyrsta lagi að varðveita úrval íslenskra garð- og landslagsplantna til rannsókna og frekari nota, í öðru lagi til að rannsaka harðgerði þessara plantna og í þriðja lagi til að vera sýningarreitir fyrir fagfólk og almenning.
Við val á stöðum er haft í huga að; a) tilraunareitir gefi sem besta mynd af mismunandi veðurfarsskilyrðum á Íslandi, b) staðirnir endurspegli mikilvæg markaðssvæði fyrir trjá- og garðplöntur.
Sumarið 2008 var gróðursett í fyrsta áfanga klónasafnsins á Reykjum og hefur síðan verið aukið við safnið á hverju ári. Safnið á Reykjum er aðalsafn Yndisgróðurs þar sem leitast verður við að planta öllum þeim tegundum sem ástæða þykir til að varðveita. Sumarið 2009 var gróðursett í yndisgarða á tveim nýjum stöðum, í Sandgerði og á Blönduósi. Haustið 2010 var hafist við að gróðursetja í yndisgarð í Fossvogi í Kópavogi.
Árið 2011 hófst uppbygging Yndisgarða á Hvanneyri og í Fossvogi í Kópavogi.
Ekki væri mögulegt að koma upp þessum görðum nema í góðri samvinnu sem tekist hefur við viðkomandi sveitarfélög, sem leggja til land, vinnu við gerð garðanna og umhirðu þeirra. Jafnframt hafa garðplöntustöðvar í Félagi Garðplöntuframleiðenda og Reykjavíkurborg veit ómetanlegan stuðning með að sem leggja til allar plöntur endurgjaldslaust.
Yndisgarðar
Við uppsetningu á klónasöfnum og sýningareitum er eftirfarandi haft í huga:
Mikilvægt að hver planta fái nægt rými til að sýna vel helstu eiginleka.
Safnið eða tilraunareitir þurfa að endast vel.
Það þarf að vera auðvelt að rekja sig í gegnum safnið þó að einstaka klónar eða tegundir skemmist eða deyi út.
Safnið eða tilraunin þarf að vera auðvelt í uppsetningu.
Safni eða tilraunin þarf að vera ódýrt og auðvelt í umhirðu.
Velja þarf staðina af kostgæfni svo þeir gefi sem gleggsta mynd af mikilvægum markaðssvæðum garðyrkjunnar.
Jarðvegsskilyrði og veðurfar þarf að vera lýsandi fyrir það sem gerist í garðrækt á viðkomandi svæðum.
Í uppsetningu tilraunareita er horft nokkuð til þess sem gert er í nágrannalöndunum eins og til dæmis í Svíþjóð og Finnlandi. Plönturnar gróðursettar í beð þakin með ofnum dúk sem endist vel og skemmir ekki plönturnar. Umtalsvert bil er á milli raða eða um 4 metrar og ræðst nokkuð af áætlaðri stærð plantnanna en er hugsað þannig að safnið endist sem best. Á milli raða er svo gras sem haldið er við með reglulegum slætti.