Yndisgarður í Sandgerði
Yndisgarðurinn í Sandgerði er í námunda við framtíðar útivistarsvæði bæjarbúa ,,Gryfjuna” sem er staðsett norðan og ofan við bæinn. Yndisgarðurinn getur því orðið skemmtileg og áhugaverð viðbót við útivistasvæðið. Í yndisgarðinum í Sandgerði voru skráð haustið 2012 169 yrki.
Yndisgarðurinn í Sandgerði verður unninn í tveimur áföngum, vor/sumar 2009 og 2010. Svæðið fyrir fyrri áfangann var unnið frá grunni nú í vor 2009 og var þar um að ræða töluverða jarðvegsvinnu þar sem bæta þurfti jarðveginn allverulega. Ákveðið var að flytja ekki jarðveg að heldur nota þann jarðveg sem einkennir Suðurnesin, en bæta hann með lífrænum áburði, skeljasandi og þrífosfati. Jafna þurfti svæðið með stórvirkum vinnuvelum til þess að gefa öllum plöntunum sambærileg vaxtarskilyrði og grjóthreinsa það til þess að auðvelda beðun.
Gróðursett vorum um 90 yrki í fyrri áfangann í lok júni og byrjun júlí 2009 og í flestum tilfellum þrjár plöntur af hverju yrki, með 1 – 1,2 m millibili. Þær plöntur sem gróðursettar voru í fyrri áfangann eru af eftirfarandi ættkvíslum: broddur (Berberis), hafþyrnir (Hippophae), heggur (Prunus), hyrnir (Cornus), kvistur(Spiraea), reynir (Sorbus), rifs (Ribes), rós (Rosa), snækóróna (Philadelphus), sýrena (Syringa), toppur (Lonicera), víðir (Salix). Bil á milli beða er afar misjafnt þar sem aðeins tvær og tvær raðir liggja alveg eins af tíu röðum. Í hönnun yndisgarðsins var leitast við að hafa mislangt á milli raða til þess að gæða svæðið meira lífi og veita meiri möguleika á almennri notkun svæðisins.
Á facebook síðu Yndisgróðurs er að finna fleiri myndir af Yndisgörðunum:
Hér má sjá plöntulista fyrir Yndisgarðinn í Sandgerði.
Hér má sjá plöntuskipulag fyrir Yndisgarðinn í Sandgerði 2015.
Yndisgarðurinn í Sandgerði í júlí 2011.
Gultoppur ‘Kristmann’ í Sandgerði í júlí 2011.
Í skoðunarferð um Yndisgarðinn í Sandgerði í ágúst 2009. Horft til vesturs í átt að
Sandgerðisbæ. (Mynd ASI)
Yndisgarðurinn í Sandgerði, séð til norðurs í átt að Miðnesheiði. (Mynd ASI)
Gunnhildur Ása eigandi Gróðurstöðvarinnar Glitbrár í Sandgerði og Jón Kr. Arnarson
starfsmaður LbhÍ í skoðunarferð um safnið í Sandgerði. (Mynd ASI)